Leita eftir stærð
Heilsárs- og vetrardekk
Yokohama iG53
Hágæða óneglanlegt vetrardekk
Frábær, hljóðlátur og umhverfisvænn kostur fyrir rafbíla og Hybrid bifreiðar
Lýsing
Yokohama býður upp á afburða línu af óneglanlegum vetrardekkjum sem hönnuð eru fyrir aðstæður á Íslandi og Norðurlöndunum. Mikil þróun hefur
átt sér stað undanfarin ár. Útkoman eru hljóðlát og gripmikil dekk sem sameina kosti loftbólu-, harðskelja og „Nordic friction“ vetrardekkja.
IG53 loftbóludekkið er framúrskarandi ónegldur valkostur fyrir kröfuharða ökumenn. Betri frammistaða í bleytu og slabbi, aukinn stöðugleiki og hljóðlátur akstur. Gúmmíblandan er einstök blanda náttúrulegs gúmmís með loftbólum með harðri skel og vatnssogandi fjölliðum.
Þrívíddarflipaskurður
Með þessum skurði styðja skurðarfliparnir betur við hvorn annan sem styrkir brúnirnar í skurðinum. Þetta skilar sér í betra gripi á ís og í snjó.
Smáskurðir í munstri skila betri frammistöðu á svelli
Tvö lög af gúmmíi eru í dekkinu sem skilar sér í betri eldsneytiseyðslu. Þessi nýja hönnun með undirlagi undir munstri gerir dekkið stífara og hitamyndun minni í dekkinu sem skilar sér í minni núningsmótstöðu.
Vatns-sogstækni Yokohama
Loftbólan sogar í sig vatnið sem er ofan á svellinu þannig að gúmmíið nái að komast í snertingu við vegyfirborðið og nær þannig góðu gripi.