Stefna og áherslur

Þjónustustefna

Dekkjahöllin sérhæfir sig í sölu á dekkjum og þjónustu við bifreiðaeigendur. Markmið fyrirtækisins er að veita viðskiptavinum bestu mögulegu þjónustu og úrval af vönduðum vörum. Virðing fyrir viðskiptavininum er hornsteinn starfseminnar.

 

Umhverfis-, heilsu og öryggisstefna

Stefna fyrirtækisins er að starfa með ábyrgum hætti í samfélagi okkar, með því að leggja áherslu á heilsu og öryggi starfsmanna og vinna markvisst að endurbótum í umhverfismálum fyrirtækisins.

 

Meginmarkmið:

  • Að viðhalda og endurbæta vinnuaðstöðu og annað starfsumhverfi starfsmanna með það fyrir augum að tryggja að það sé ávallt öruggt og heilsusamlegt.
  • Að leggja starfsmönnum ávallt  til tæki og búnað sem uppfyllir öryggiskröfur.
  • Að sýna ábyrgð gagnvart umhverfinu, flokka úrgang, endurnýta og lágmarka sóun.
  • Að fylgja lögum og reglum sem snúa að öryggi, heilsu og umhverfismálum.
  • Að efla þekkingu og vitund starfsmanna um öryggis- heilsu- og umhverfismál.

 

Framkvæmdaþættir:

  • Reglubundin og skýr markmiðssetning.
  • Umbótaferli sem felur í sér stöðugt endurmat og umbætur.
  • Reglulegar mælingar og mat á frammistöðu fyrirtækisins varðandi heilsu og öryggi starfsmanna og í umhverfismálum.
  • Fræðsla til allra starfsmanna um öryggis- heilsu og umhverfismál.

 

Umhverfis-, heilsu og öryggisstefna fyrirtækisins var upprunalega sett fram 1999, var síðan endurbætt árið 2007 og aftur 2011. Stefnan er endurskoðuð árlega í febrúar.

 

Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun þessi gildir fyrir Dekkjahöllina sem sameiginlegan vinnustað, óháð starfsstöð. Hún kveður á um markmið og jafnframt aðgerðir sem skulu tryggja starfsfólki fyrirtækisins þau réttindi sem kveðið er á um í jafnréttislögum. Stjórnendur eru ábyrgir fyrir því að ákvæðum jafnréttisáætlunarinnar sé framfylgt.

Það er stefna Dekkjahallarinnar að stuðla ávallt að því að öll kyn hafi jafna stöðu innan fyrirtækisins. Allir starfsmenn skulu njóta sömu tækifæra og sambærilegra réttinda og er kynbundin mismunun og misrétti óheimil í hvaða formi sem hún birtist. Hjá Dekkjahöllinni á að ríkja launajafnrétti og skal jafnréttis gætt við ráðningar, tilfærslur í starfi sem og ákvörðun um vinnuframlag.

Þegar ráðið er í störf hjá Dekkjahöllinni skulu jafnréttissjónarmið metin til jafns við önnur sjónarmið. Koma skal fram við alla starfsmenn af virðingu og kurteisi í öllum samskiptum. Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni verður ekki undir neinum kringumstæðum umborin á vinnustaðnum. Stjórnendur fyrirtækisins líta meðvirkni starfsmanna í einelti og kynbundnu ofbeldi og áreitni alvarlegum augum og mun það ekki líðast.

 

Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna Dekkjahallarinnar er órjúfanlegur hluti launastefnunnar og hún gildir um starfsfólk allra hluta fyrirtækisins. Stefna Dekkjahallarinnar er að allt starfsfólk fái sömu laun og njóti sömu kjara og réttinda fyrir sömu eða jafngild störf til að enginn kynbundinn launamunur sé við lýði innan fyrirtækisins. Stefnan gildir um allt starfsfólk fyrirtækisins og hún segir fyrir um markmið og aðgerðir sem eiga að tryggja að allt starfsfólk njóti þeirra réttinda sem kveðið er á um í lögum.

Laun starfsfólks skulu vera í samræmi við launa- og kjarasamninga og ákvarðanir um launakjör skulu byggjast á eðli, ábyrgð og umfangi starfs hvers og eins starfsmanns og taka um leið tillit til þjálfunar, færni, menntunar og faglegrar stöðu starfsmannsins.

Sjá nánar: Launastefna Öskju og systurfélaga

Jafnlaunastefna og jafnréttisáætlun voru fyrst settar fram og samþykktar á árinu 2022 og verða næst endurskoðaðar í janúar 2025.