Yokohama toppar lista yfir bestu sportbíladekkin
Franska tímarítið „Motorsport“ (Le Magazine de L‘ Automobile Sportive) gerði ítarlega úttekt á dekkjum frá tíu stærstu og leiðandi dekkjaframleiðendum. Í úttekt blaðsins var nýjasta mótorsport dekk Yokohama , ADVAN Sport V105 valið það besta en dekkið var formlega kynnt í Evrópu fyrr á þessu ári.
Yokohama var með bestu einkunn í tímatöku, slitþoli og tilfinningu í akstri (sem tók á nákvæmni í akstri, gripi og jafnvægi)
Eftirfarandi dekk voru prófuð:
- YOKOHAMA Advan Sport V105
- Bridgestone Potenza S001
- Continental Contisportcontact 5
- Goodyear Eagle F1 asymmetric
- Michelin Pilot Sport 3
- Pirelli PZero
- Hankook Ventus S1 Evo2
- Vredestein Ultrac Vorti
- Toyo Proxes T1 Sport
- Nexen N 8000
Úttektin var gerð af Rezulteo, sem er sjálfstætt fyrirtæki sem hefur gert dekkjaúttektir fyrir fjölmarga viðskiptavini í yfir 20 löndum. Dekkin voru keypt hjá söluaðilum dekkjaframleiðandanna án þess að þeir vissu af því. Það var gert til að tryggja hlutleysi úttektarinnar og framfylgja aðferðarfræði tímaritsins við úttektir.