Yokohama fékk öll verðlaunin á SEMA sýningunni
Á SEMA sýningunni í Las Vegas í byrjun nóvember voru veitt verðlaun fyrir besta nýja dekkið á sýningunni. Yokohama Geolandar X-AT var valið besta dekkið af dómnefnd SEMA en dekkið hefur verið gríðarlega vinsælt í Bandaríkjunum. Ekki nóg með að Yokohama hafi hrifsað fyrsta sætið heldur átti Yokohama annað og þriðja sætið með tveimur öðrum dekkjum og það hefur aldrei gerst áður að sami framleiðandi lendi í efstum sætunum í þessum flokki. Hin dekkin eru:
Yokohama Geolandar X-CV dekkið er mjúkt og gott sumardekk sem hefur háa hraðamerkingu og kemur í sölu á Íslandi sumarið 2020 í völdum stærðum.
Yokohama Advan Apex V601 er sérstaklega framleitt fyrir ameríkumarkað sem byggt er á einu mest selda dekki Yokohama í sögu fyrirtækisins Yokohama A008
Að svo stöddu er ekki vitað hvenær Yokohama Geolandar X-AT verður fáanlegt á Íslandi en við bendum á að Yokohama Geolandar AT er nú þegar komið í sölu í mörgum stærðum.