Yokohama Advan Sport EV
Við höfum fengið Yokohama Advan Sport EV dekkið í sölu fyrir sumarið. Dekkið er hannað sérstaklega fyrir eigendur rafbíla sem vilja hafa hljóðlátt dekk sem hjálpa til við að ná sem mestri orkudrægni.
Advan Sport EV er einstakt sumardekk sem er byggt á grunni Yokohama Advan V107 sem margir virtustu bílaframleiðendur heims nota undir nýja bíla sína. Gúmmíblandan minnkar núningsmótstöðu sem skilar sér í betri drægni ásamt því að fá góða einkunn fyrir grip í bleytu.
Á hlið dekksins stendur „SilentFoam“ sem gefur til kynna að í dekkinu er svampur sem er gerður til að minnka hljóð sem berst inn í bílinn þegar dekkin víbra eftir að hafa keyrt yfir holu eða stein.
Við fáum þetta í tveimur stærðum fyrir sumarið: 245/45R20 og 255/45R19. Kynntu þér Advan Sport EV