Takk fyrir komuna Egilsstaðabúar
Við höldum áfram að fagna 40 ára stórafmæli Dekkjahallarinnar. Í gær, sunnudag héldum við veglega afmælisveislu á Egilsstöðum þar sem nokkur hundruð manns komu og fögnuðu með okkur. Við þökkum vinum okkar kærlega fyrir komuna, gaman að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta og gleðjast með okkur
Við buðum upp á Goða-pylsur, popp, súkkulaði og sætindi, ásamt gosi frá Ölgerðinni og Capri-Sun. Krakkarnir skemmtu sér vel, spörkuðu boltum í dekk og hoppuðu á hoppubelgum. Á svæðinu var einnig getraunin okkar góða þar sem gestir giskuðu á fjölda nagla í glerkrukku.
Í krukkunni voru 1.454 naglar og sá sem komst næst þeirri tölu vann dekkjagang fyrir allt að 150 þúsund krónur
Jónína Skaftadóttir giskaði á 1.444 nagla og var því næst tölunni og hlaut hún dekkjagang fyrir allt að 150.000 kr í verðlaun.
Útdráttarverðlaun fengu:
Smur á bílinn: Ingibjörg Birna Elísdóttir
Umfelgunarpakka: Helgi Kristinsson og Magnús Arnar Pétursson
Fría dekkjageymslu: Haukur Stefánsson og Peter de Laat
Allir sem unnu fá sendan tölvupóst um vinninginn.