Sumardekk með allt að helmingi minni hávaða
Yokohama ADVAN dB V552 er nýjasta dekk Yokohama fyrir rafmagns- og tengiltvinnbíla. Dekkið fær góða einkunn í bleytu og orkusparnaði og bestu einkunn í hljóðvist en dekkið mælist í 67 dB í flestum stærðum en margir samkeppnisaðilar mælast með tvöfalt meiri hávaða í veghljóði.
Þróunarteymi Yokohama hefur lagt mikið í þetta dekk og hefur samstarf þess við geimferðastofnun Japans skilað sér í því að hægt er að kortleggja hvar hljóðið myndast í dekkjunum. Þessi samvinna skilar sér í Advan dB dekkinu sem færir okkur ótrúlega hljóðlátt og gott dekk.
Yokohama Advan dB kemur í algengustu stærðum fyrir rafmagnsbíla. „Við erum gríðarlega spennt að geta boðið þetta dekk loksins á Íslandi. Með hærra hlutfalli bíla sem ganga ekki á jarðefnaeldsneyti þá hafa kröfur þessara eigenda verið meira á hljóðlátari dekk með góðu gripi. Það er greinilegt að Yokohama er að uppfylla þessar kröfur með þessu ótrúlega hljóðláta dekki“ segir Jóhann Jónsson, markaðsstjóri Dekkjahallarinnar.