Subaru WRX STI velur Yokohama Advan Sport V105

Yokohama tilkynnti í dag að Yokohama Advan Sport V105 dekkið muni vera undir öllum nýjum Subaru WRX STI. Subaru WRX STI var kynntur til sögunnar 20 júní s.l. en miklar breytingar hafa verið gerðar á bílnum. Subaru WRX STI mun koma á 245/35R19 98W dekkjum og hefur Yokohama nú þegar hafið afhendingar til Subaru verksmiðjanna.


Advan Sport V105 er hannað fyrir kraftmikla hágæða bíla og frammistaða dekkjanna skilar sér í betri aksturseiginleikum ásamt þægindum og öryggi.


Ein af breytingunum í Subaru er fólgin í nýju rafmagns stjórnkerfi og stærri dekkjum en þessar breytingar skilar sér í betri aksturseiginleikum og meira öryggi. Subaru WRX STI er fólksbíll með alla eiginleika sportbíls.