Munið eftir dekkjunum á ferðavagninum
Sumarið er komið og þá fara tjaldvagnarnir og hjólhýsin á stjá. Við erum með nokkur ráð sem vert er að hafa í
huga áður en lagt er af stað í fríið.
Aldurs dekksins skiptir máli
Jafnvel þó að dekk sé ekki mikið slitið þá getur verið nauðsynlegt að skipta um dekk vegna aldurs. Gúmmíið í
dekkinu verður fyrir áhrifum af veðri og vindum sem gerir dekkið stífara sem minnkar veggrip auk þess sem sprungur geta myndast á hlið dekksins.
Fylgist með öllum óhöppum
Sprungur á hlið dekksins geta komið til vegna aldurs dekksins en einnig sé t.d. keyrt á kantstein eða grjót. Verðir þú var við
sprungur eða kúlu á hlið dekksins þá skal strax fara með dekkið á næsta verkstæði og fá gert við dekkið sé
það mögulegt eða þá kaupa nýtt dekk.
Hver er munsturdýptin?
Aldrei skal vera með ferðavagn sem er með munstursdýpt undir lágmarksdýpt sem er 1,6mm. Við mælum með að fara ekki undir 3 mm þegar
ekið er á sumrin. Sé munsturdýptin of lítil þá er hætta á því að ferðavagninn fljóti upp úr
hjólförum sé vegyfirborðið blautt.
Fylgstu með loftþrýstingnum
Það er mikilvægt að ganga úr skugga um að réttur loftþrýstingur sé í dekkjunum. Yfirleitt eru upplýsingar um
æskilegan loftþrýsting gefin upp af framleiðanda í hurðarfalsi eða í bensínloki. Loftþrýstingur í ferðavagni skal
vera eins og framleiðandi gefur upp. Munið að mæla loftþrýsting þegar dekkin eru köld (ekki þegar komið er úr langferð).
Varadekkið
Ávallt skal hafa meðferðis varadekk á felgu sem passar undir ferðavagninn. Athugið ástand dekksins og loftþrýsting með reglulegu
millibili. Ef óhapp verður og nauðsynlegt er að setja varadekkið undir þá skal við fyrsta tækifæri koma dekkinu til viðgerðar
á hjólbarðaverkstæði.
Góða ferð