Framúrskarandi fyrirmyndarfyrirtæki
Um þessar mundir fagnar Dekkjahöllin því að hafa fengið viðurkenningu Creditinfo sem FRAMÚRSKARANDI fyrirtæki enn eitt árið og skartar nú viðurkenningunni fyrir öll árin frá því að mælingar hófust árið 2010. Á sama tíma fögnum við því að vera einnig FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI í rekstri samkvæmt samantekt Viðskiptablaðsins og Keldunnar.
Elín Dögg Gunnars Väljaots stjórnarmaður og fjármálastjóri fyrirtækisins þakkar gott gengi góðum áherslum og frumkvöðlastarfi föður síns sem hóf rekstur fyrirtækisins fyrir tæpum 40 árum, sem og frábæru starfsfólki en mörg þeirra hafa verið hjá fyrirtækinu í mörg ár og jafnvel áratugi. „Síðast enn ekki síst vil ég þakka viðskiptavinum fyrirtækisins um land allt, en margir þeirra hafa fylgt okkur frá upphafi“ segir Elín.