Er bíllinn klár í ferðalagið?
Nú er einn helsti tími ferðalaga og umferðin á þjóðvegum landsins er í hámarki. Áður en lagt er í ferðalagið þá er nauðsynlegt að kanna ástand dekkjanna.
Munstursdýpt skiptir máli
Það skiptir gríðarlega miklu máli að vera með gott munstur eftir á dekkjunum. Rannsóknir hafa verið gerðar á gripi dekkja í rigningu eftir því á hvaða hraða bíllinn er og hversu mikið er eftir af munstri. Það er því mikilvægt að kanna munsturdýpt reglulega og einnig að kanna hvort að dekkin séu að slitna meira á öðrum kantinum en það getur verið vísbending um að það þurfi að hjólastilla bílinn.
Hvað á að vera mikið loft í dekkjunum?
Það skiptir miklu máli að vera með réttan loftþrýsting í dekkjunum. Ein algengasta spurningin sem við fáum er hversu mikið loft á að vera í dekkjunum. Framleiðandi bílsins er oftast nær með þessar upplýsingar límdar í hurðarfalsi ökumannsmegin eða þá í bensínloki. Einnig er hægt að koma við á þjónustustöðvum okkar og við aðstoðum þig og mælum loftþrýstinginn. Mikilvægt er að kanna loftþrýstinginn reglulega og góð regla er að kanna hann áður en lagt er í hann. Réttur loftþrýstingur tryggir ekki aðeins mýkri ferð heldur tryggir sem lengstan líftíma dekkjanna. Taflan hér fyrir neðan sýnir hversu fljótari dekkin eru að eyðast ef loftþrýstingurinn er rangur.
Góða ferð