Á fleygiferð til Sierra Leone
Þessa dagana eru á ferðinni um 250 bílar í keppni frá Budapest í Ungverjalandi til Freetown í Sierra Leone. Þar á meðal eru Íslendingarnir Þórólfur Gunnarsson og Margrét Jónsdóttir en þau eru á gamla fjölskyldubílnum sínum Toyota Landcruiser 90 (1997) sem þau gefa svo mæðravernd Unicef.
Yokohama og Dekkjahöllin styðja við verkefni þeirra með Yokohama Geolandar MT dekkjum í stærðinni 32X11,5R15. Dekkin eru tilvalin í þetta verkefni og hafa komið að mjög góðum notum. Ferðalagið tekur um 17 daga en þau keyra um 9.000 km og fara í gegnum 10 lönd.
Verkefnið þeirra heitir Aurora for Good og er hægt að fylgjast með þeim á Facebook. Á meðan keppninni stendur þá safna þau áheitum og hægt er að senda SMS í símanúmerið 1900 og þá áheitir þú 1900 kr í verkefnið þeirra sem fer til Mæðraverndar Unicef.