Leita eftir stærð
Heilsárs- og vetrardekk
Yokohama iceGUARD G075
Hágæða óneglanlegt vetrardekk
Frábær, hljóðlátur og umhverfisvænn kostur, einnig fyrir rafbíla og Hybrid bifreiðar
Lýsing
Yokohama býður upp á afburða línu af óneglanlegum vetrardekkjum sem hannaðar eru fyrir aðstæður á Íslandi og Norðurlöndunum. Mikil þróun hefur átt sér stað undanfarin ár. Útkoman eru hljóðlát og gripmikil dekk sem sameina kosti loftbólu-, harðskelja og „Nordic friction“ vetrardekkja.
G075 er einstakur ónegldur valkostur fyrir jeppa og smájeppa. Dekkin hafa fengið mikið hól frá kröfuhörðum ökumönnum um land allt. Betri frammistaða í bleytu og slabbi, aukinn stöðugleiki og hljóðlátur akstur. Gúmmíblandan er einstök blanda náttúrulegs gúmmís með loftbólum með harðri skel og vatnssogandi fjölliðum.
Munstrið í iceGUARD G075 stækkar snertiflötinn og fleiri brúnir grípa í svellið.
1. Zig Zag munstur í raufum. Skilar sér í betra gripi og fleiri hvössum brúnum til að grípa í svellið.
2. Breið miðja í munstri dekksins. Stækkar snertiflöt dekksins. Betri frammistaða á ís og stöðugleika á þurru yfirborði.
3. Zig Zag munstur í aukaraufum. Hvassar brúnir fyrir grip í snjó og á ís.
4. Míkró-skáskurður. Bætir grip á ís.
5. Þrívíddarflipaskurður. Stækkar snertiflöt dekksins. Gott fyrir grip á ís og í snjó.
A. Vatnssogandi loftbólur
B. Vatnssogandi hvítt gel
Vatnsfilma á ísilögðu svelli er helsta ástæða þess að dekkin missa gripið í vetrarakstri. Verður til þess að dekkin flýtur ofan á vatninu.
Í -6° til 0° er massi vatnsins meiri og því fljóta dekk með hefðbundna gúmmíblöndu ofan á vatninu og ná ekki snertingu við vegyfirborðið.
Loftbólugúmmíblandan er vatnssogandi og kemur því dekkinu til hjálpar við að ná snertingu við vegyfirborðið.