Fara í efni

Ný og notendavænni heimasíða

07.04.2025

Ný og notendavænni heimasíða hefur verið tekin í notkun. Heimasíðan er núna beintengd vörulager okkar og sýnir hvort að dekkin séu til á viðkomandi þjónustustöð ásamt upplýsingum um EU neytendamerkingar. Greiðsluferlið hefur einnig verið einfaldað og gengur hraðar fyrir sig.

Síðan er unnin af Stefnu hugbúnaðarhúsi en Dekkjahöllin hefur verið í þjónustu Stefnu með heimasíðuna í um 15 ár og er þetta þriðja uppfærslan sem hefur verið gerð á þessum tíma.

Í tilefni opnunarinnar þá bjóðum við frían flutning á dekkjum með Samskip utan þjónustustöðva okkar með afsláttarkóðanum DEKKINHEIM. Afsláttarkóðinn gildir til 15. apríl.