Karfan er tóm.
Hreiðrar um sig
12.05.2016
Það er ýmislegt sem kemur upp á eða í ljós þegar kemur að umfelgun.
Það er ýmislegt sem kemur upp á eða í ljós þegar kemur að umfelgun. Í morgun kom bíll úr Eyjafjarðarsveit til okkar í umfelgun á Akureyri. Þegar var verið að vinna við að taka dekkið af hægra megin að framan þá tóku menn eftir hreiðri í stuðaranum á bílnum og í hreiðrinu voru fimm egg. Eiganda bílsins var að sjálfsögðu gert viðvart og ætlaði hann að koma bílnum heim á bæ á sinn vanalega stað.