Karfan er tóm.
Ertu framúrskarandi?
Lausar eru tvær stöður á þjónustustöð okkar á Akureyri.
Flokkstjóri:
Dekkjahöllin óskar eftir að ráða dugmikinn einstakling í starf flokkstjóra á Akureyri.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Þjónusta í sal
• Móttaka viðskiptavina og reikningagerð
• Aðstoð við útdeilingu verkefna og eftirfylgni
Hæfniskröfur:
• Reynsla af störfum í bílaþjónustu
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum
• Reynsla af verkstjórn kostur
Þjónustufulltrúi:
Dekkjahöllin óskar eftir að ráða kraftmikinn einstakling í 100% starf í þjónustusal á Akureyri. Starfið felur í sér vinnu við hjólbarðaþjónustu, smurstöð og þvottastöð og önnur tilfallandi störf.
• Reynsla af sambærilegum störfum kostur
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum
• Bílpróf skilyrði
• Aldurstakmark 18 ára
Hægt er að skila umsókn í tölvupósti á thorgeir@dekkjahollin.is eða í gegnum umsóknareyðublað. Takið fram í lok umsóknar um hvort starfið sé verið að sækja um. Umsóknarfrestur er til 12. febrúar.