Karfan er tóm.
Af hverju að færa dekkin?
Betri aksturseiginleikar – meiri ending – jafnara slit og meira grip
Bílaframleiðendur og sérfræðingar mæla með því að jafnvægisstilla og færa til dekkin á bílnum á um 8.000-10.000 km. fresti eða að minnsta kosti á sex mánaða fresti. Misjafnt slit er eðlilegt á öllum bílum. Driftegund, aksturslag og tegund slitlags hefur áhrif, sem og aðrir þættir. Jafnvægisstilling endist að sama skapi einungis að meðaltali um 4-6 mánuði. Þetta er því gott að hafa í huga ef þú keyrir mikið eða ert á heilsársdekkjum. En það skiptir máli hvernig þetta er gert og einnig þarf í huga með loftþrýstingsnema en það gæti haft áhrif á staðsetningu þeirra.
Sérfræðingar Dekkjahallarinnar meta hvernig best er að færa til dekkin og eru eiginleikar dekkjanna og bílsins teknir til greina auk þess hvernig dekkin hafa slitnað hingað til. Í slíkri skoðun kemur einnig í ljós hvort þörf er á hjólastillingu vegna breytinga í hjólabúnaði.
Hvert dekk er þá tekið undan, loftþrýstingur mældur, jafnvægisstillt og sett undir á öðrum stað. Þetta tryggir bestu endinguna á dekkjunum, minna slit á hjólabúnaði ásamt því að grip dekkja helst lengur.
Dekk með ákveðna akstursstefnu
Í þeim tilvikum sem dekk eru með tilgreinda akstursstefnu, þá þarf að nota einfalda fram-aftur færslu sömu megin. Það getur verið varasamt að láta dekkin rúlla í öfugri akstursstefnu. Ef mikill munur er á sliti dekkja þarf að að snúa dekkjum á felgunum og velja annan stað.
Krossfærslur miðað við driföxul
Ef dekkin eru ekki með akstursstefnu er hægt að nota krossfærslur, þ.e. dekkin færast ekki eingöngu fram aftur, heldur einnig á milli hliða. Þetta er hægt að gera með mismunandi hætti. Sérfræðingar Dekkjahallarinnar meta hvað á við í hverju tilfelli.