Karfan er tóm.


Yokohama býður upp á afburða línu af óneglanlegum vetrardekkjum sem hönnuð eru fyrir aðstæður á Íslandi og Norðurlöndunum. Mikil þróun hefur átt sér stað undanfarin ár. Útkoman er hljóðlát og gripmikil dekk sem sameina kosti loftbólu-, harðskelja og „Nordic friction“ vetrardekkja.
IG60 loftbóludekkið er framúrskarandi ónegldur valkostur fyrir kröfuharða ökumenn. Betri frammistaða í bleytu og slabbi, aukinn stöðugleiki og hljóðlátur akstur. Gúmmíblandan er einstök blanda náttúrulegs gúmmís með loftbólum með harðri skel og vatnssogandi fjölliðum.
Gúmmíblandan

Ein megin ástæða þess að þú missir grip á ísilögðum vegi er vatn á yfirborði íss. Venjulegt gúmmí flýtur á yfirborði vatnsins þar sem gúmmíið nær ekki í gegnum massa vatnsins og gúmmíið getur ekki náð almennilegu gripi í -6° til 0° gráðu. Hin einstaka hönnun frá Yokohama með vatns-sogs gúmmíblöndunni kemur dekkinu í snertingu við ísinn með því að soga upp vatnið sem er á yfirborðinu.
Nýtt munstur
Að innanverðu:
-Stærri snertiflötur
-Fleiri flipar
Að utanverðu:
-Breiðari raufar
-Stífari fletir
Ný uppröðun fleta
1. Sterkbyggður miðju kjarni
2. Eldingarhönnun í rauf
3. Þríhyrningslaga-hönnun