Fara í efni

Dekkjahótel

Dekkjahöllin hefur í áraraðir boðið upp á dekkjahótel. Við geymum dekkin fyrir þig á öruggum stað svo að þú þurfir ekki að láta dekkin taka dýrmætt pláss í geymslunni.

Sért þú með dekk á felgum þá er það ekki vandamál. Þegar þú kemur í umskipti þá erum við búin að jafnvægisstilla dekkin þannig að það eina sem þarf að gera er að skipta um dekk. Einfalt og umfram allt þægilegt.

Hver dekkjagangur er tengdur bílnúmeri og jafnframt fyllir bíleigandi út geymslumiða sem tengdur er númeri sem sett er á hvert dekk.

Dekkjahótel er starfrækt á öllum þjónustustöðvum okkar. 

Verð á dekkjahóteli:

Tegund Verð fyrir fjögur dekk
Fólksbíladekk 10.360
Jepplingadekk t.o.m. 29" 10.920
Jeppadekk 31"-32" 12.980
Jeppadekk 33"-35" 16.680
Jeppadekk 36"-39" 23.980