Loftbóludekk - fróðleikur
Þegar kemur að því að velja hjólbarða til vetraraksturs þá skiptir máli að kynna sér dekkin og eiginleika þeirra. Yokohama er einn af stærstu hjólbarðaframleiðendum í dag og leggur mikið upp úr gæðum og að standast ítrustu kröfur markaðarins.
Ein vinsælustu naglalausu dekkin okkar eru loftbóludekkin hjá Yokohama.
Hörð skel loftbólunnar
Gúmmíblandan í dekkinu er einstök. Í henni eru loftbólur sem hafa harða skel og brúnir grípa í svellið. Auk þess sýgur loftbólan í sig vatnið sem verður á veginum til þess að dekkið nái festu við yfirborð vegarins.
Vatnssogandi efni
Í gúmmíblöndunni eru auk loftbólunnar kísil- og kolefni sem soga í sig bleytu sem verður á veginum.
Þrívíddarflipaskurður
Þessi tegund skurðar tryggir viðnám í munstrinu og tryggir betri endingu og meira grip.
Yokohama er með loftbóludekkin í sífelldri þróun og þau hafa sannað sig í íslenskum aðstæðum.
G075
|
G073 |
Yokohama loftbóludekk, einstök hönnun - geggjað grip