Dekkjahöllin framúrskarandi fyrirtæki fimmta árið í röð
Dekkjahöllin hefur verið útnefnt framúrskarandi fyrirtæki fimmta árið í röð. Fyrirtæki sem fá útnefninguna hafa farið í gegnum styrkleikagreiningu Creditinfo og staðist þær kröfur sem greiningin setur. „Við höfum markvisst verið að byggja upp ábyrgan rekstur sem getur staðið undir sér og þeim skuldbindingum sem gerðar hafa verið. Við náðum að fara í gegnum hrunið án skuldaniðurfellinga eða sérstakra aðstoðar frá fjármálafyrirtækjum en stóðum okkur samt vel í samkeppni á markaði. Við erum ánægð að hafa náð þessum áfanga enn eitt árið og er stefna okkur að gera sífellt betur“ sagði Elín Dögg Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Dekkjahallarinnar og þakkar jafnframt frábærum hópi starfsfólks sem og viðskiptavinum fyrirtækisins árangurinn.
Creditinfo hefur nú kunngert lista þeirra fyrirtækja sem hafa fengið viðurkenninguna - sjá hér.